Þá er maður búinn að fullkomna Ameríkuvistina, "strákurinn" Mundi kominn á
Mustang GT/CS með tuskutopp, hvernig getur maður búið á Florida ef maður á ekki
blæjubíl og það amerískan. Það var svo eins með þennan bíl eins og
Pacificuna, ég fann ekki réttan bíl fyrr en ég hafði farið á heimasíðu allra
Fordsala á 100 mílna radíus frá Orlando, bíllinn þurfti að vera Vista blue,
Convertible, GT og California special, handskiptur mátti hann ekki vera, rétti
bíllinn fannst svo á Sunstate Ford í "svertingja hluta" norður hluta Orlando.
Hér eru svo nokkrar myndir af gripnum.
Svo er hér nokkrar tilraunir með felgur.
Þessi er ca. 19"
Hérna er stærðin um 20"