Þá eru komnar nokkrar nýjar myndir. Aðallega af
prinsessunni á heimilinu, Evu Karen skvísu.
Nú fer allt að komast í fastari skorður á heimilinu. Ég búin að hella mér
í meira en fulla vinnu, eins og mér er von og vísa.... reyndar alltaf aðeins
erfiðara eftir því sem fleiri börn bætast við... en maður kvartar ekki meðan
að manni býðst vinna ;)
Gústi gæi er kominn á fullt í snjósleða hugleiðingar og liggur nú á
netinu á Polaris-síðum.... það var kannski betra þegar það voru bara
Formúlusíður því það er ekki hægt að eyða eins miklum peningum þar í
aukahluti!!!!!!
Eva Karen snúlla er komin með 1 tönn og það bólar lítið á hinum. Hún er
líka dugleg að æfa sig í að standa upp og skríður út um allt. Hún er þó enn
jafn mikill morgunhani og það fer nú misvel í foreldranna sem skiptast á að
fara á fætur kl. 05:07 um helgar!!! :)
Ingi Hrannar er orðinn svakalegur grallari og stælarnir magnast með
hverjum deginum, hann á samt sem betur fer enn sínar góðu stundir, þær eru
bara oftast þegar enginn sér til.... hehehe
Nú er Gústi að hugsa um að taka að sér aukavinnu. Honum býðst að vinna
sem dyravörður í Sjallanum.... eins og hann er nú mikill og þekktur
djammari. Þá verður undirrituð nú voða glöð að fá að vakna ein allar helgar
með dótturinni þegar karlinn er að drattast heim úr vinnunni....... En eins
og ég segi þá er sama hvaðan gott kemur og vinna er alltaf vinna sama á
hvaða tíma sólarhringsins, er það ekki??
Jæja þá er komið nóg núna,
Bless í bili Hulda Sigga