Eyri.is |
Hús í orlando Hús á Florida Til leigu á Florida |
Þetta hús keyptum við í apríl 2008 og er ætlunin að hafa það mest í útleigu. Er núna í langtímaleigu í að minnsta eitt ár. "Gamla" húsið í Goostry er okkar heimili í dag. Myndir í "slideshow" Hatherton Circle er tæplega 190 fermetra hús, fremst við inngang eru tvö góð herbergi með sameiginlegu baði. Svo er fjölskylduherbergi (borðstofan) en þar hefur verið komið fyrir góðri aðstöðu, sjónvarp og Play Station, leikjatölva og eitthvað fleira til dægrastyttingar. Innst í húsinu er opið rými sem skiptist í eldhús, borðkrók og stofu. Svo er auðvitað "master bedroom" með stóru baðherbergi. Við húsið er sundlaug með heitum potti, stór pallur fyrir sólstólana bæði fyrir innan og utan "skrínið". Í öllum herbergjum eru LCD flatskjáir með DVD og í gestaherbergjum eru einnig Play Station leikjatölvur. Í sjónvarpsherbergi er 46" LCD, 300 rása kapalsjónvarp með VOD "Video on demand", heimabíó og Internettölvu. Þarna er sem sagt hægt að horfa á Íslenskt vefsjónvarp auk þess að vafra um netið. Í húsinu er Íslenskur ip sími sem gerir kleyft að hringja frítt í fastlínusíma á Íslandi. Það geta allir hringt í húsið frá Íslandi, en þeir sem hringja úr GSM borga eins og þeir væru að hringja heima. Afar miklivægt er að loka alltaf útidyrahurðum á eftir sér, þá kemur "hitinn" ekki inn og ekki smádýrin. Vatnið og rafmagn er mjög dýrt á Florida og ef ekki er passað uppá A/C (kælikerfið) og vatnið sparað í sturtunum þá getur orkureikningurinn hæglega farið úr 100 dollurum í 500, það eru nefnilega sektir fyrir umframnotkun og þær eru stig hækkandi. |
|