Eyri.is |
Hús í orlando Hús á Florida Til leigu á Florida | Komið til Orlando / Sanford Flugleiðir fljúga á "SFB" Sanford flugvöll sem er norðan við Orlando, það tekur aðeins 35 mín. að aka heim til Eagle Creek. Ef komið er til Orlando um MCO þá er leiðin enn styttri, ca. 15 mín. Leiðarlýsing frá Sanford: Þú tekur stefnuna á Orlando, ekur Lake Mary Blvd í att að veg 417, tekur 417 í suður að Orlando / Tampa. Þú heldir þig á 417 til suðurs þar til á exit 22 Narcoossee rd. þar beygir þú til vinstri inná veg 15 Narcoossee til suðurs. Ca 2 mílum sunnar kemur þú að Eagle Creek á vinstri hönd. Leiðarlýsing frá MCO: Þú tekur 436 (Orlando) í norður að 528 og ferð hann í austur að veg 15 Narcoossee Rd, þar er beygt til hægri. Eftir nokkrar mílur þá er smá kjarni á hægri hönd og þar er Publix, vert er að stoppa þar að versla inn fyrir fyrsta daginn, það er ekki hægt að vakna og hafa ekki neitt í svanginn. Frá Publix er svo bein leið eftir 15 að Eagle Creek, fyrst er farið undir veg 417 og þegar komið er að Eagle Creek þá fer það ekki fram hjá neinum. Heimasíða Sanford flugvallar, þar eu línkar inná bíaleigurnar. Mín reynsla er að best er að taka bíl hjá Dollar, oftast ódýrastir og sjaldan bið eftir afgreiðslu. 7 eleven er á leiðinni heim, fyrst rétt áður en þú begir uppá 417 og svo á Narcoosse Rd. Publix er á Narcoosse en þar er lokað kl. 21.00 Þar er líka slatti að skyndibitastöðum. |
|